Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Björn Björnsson

Vetnismálin og grein Sigþórs í Mbl 4.5. s.l.

Sæll Svavar. Ég undrast hversu hrokafull "svar"grein prófessor Sigþórs er við grein þinni í Mbl 29.4. Hann reiðir hátt til höggs, en skynsamlegra væri fyrir hann að reyna að víkka út sjóndeildarhring sinn og fylgjast betur með og hætta að rýna í fræðin gegnum rör. Það má vera að ekki komi nægilega vel fram í grein þinni að vetnið sem þú hefur í huga að notað verði sem orkugjafa sé ekki frjálsa vetnið (0,9%) heldur fyrst og fremst vetnið sem bundið er í vatni. Sem sagt að raforka verði orkugjafinn til vetnisframleiðslu en vetnið verði þá frekar flutningsmiðill svo auðvelt verði að nýta orkuna á annan hátt, t.d. með svipuðu grunnprinsípi og http://www.carbonrecycling.is/Technology.html eru að vinna að á Suðurnesjum. Ég tel að allir geti verið sammála um að nokkuð langt sé í að fundin verði ásættanleg leið til að nýta vetni beint. En hvert veit? Ég rakst á athyglisverða grein um vetnismagn jarðar þar sem fram koma hugmyndir um að efnasamsetning (járn)kjarna jarðar gæti verið á allt annan veg en kenningar þar um: "Metallic Hydrogen"......... etc. Fróðleg lesning. Hér er slóðin: http://hypography.com/forums/earth-science/13598-consider-hydrogen-earth-s-core.htm En mér þætti fróðlegt að vita á hvaða forsendum Sigþór rýkur svona upp hvað varðar staðhæfingu þína um 75% vetnisinnihald jarðskorpunnar og heimshafanna. Ég satt að segja hef ekkert vit á þessu en tilfinning mín er samt að sú tala sé nokkuð há - en það skiptir í raun ekki máli. Það sem skiptir máli er að "óþrjótandi" magn bundins vetnis er til staðar. Eitt sinn töldu menn að jörðin væri flöt, enda virtist það vera nokkuð greinilegt, en annað kom svo á daginn, með fullri virðingu fyrir kennignum "The Flat Earth Society" http://www.alaska.net/~clund/e_djublonskopf/Flatearthsociety.htm Ætti Sigþór ekki að kanna hvort hann fengi inni hjá þeim! Akureyringar kalla sérfræðinga sem koma norður til eftirlits (í flugbransanum) "SAS" sem táknar "Sérfræðingur Að Sunnan", að vísu í neikvæðri merkingu. Mér finnst að Sigþór hafi með hroka sínum áunnið sér titilinn "SAN" sem útleggst "Sérfræðingur Að Norðan". Bkv - BB

Björn Björnsson, mán. 5. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband